Áfall fyrir enska landsliðið

Ellen White er komin með kórónuveiruna.
Ellen White er komin með kórónuveiruna. AFP

Enska knattspyrnukonan Ellen White hefur greinst með kórónuveiruna og verið send heim úr æfingabúðum enska landsliðsins vegna þessa.

White, sem er lykilmaður í enska liðinu, leikur með enska stórliðinu Manchester City. Hún hefur skorað 50 mörk í 105 landsleikjum fyrir England og 18 mörk í 43 leikjum með City í ensku úrvalsdeildinni.

Hún verður ekki með enska liðinu gegn Hollandi á Elland Road, heimavelli karlaliðs Leeds, á föstudaginn kemur en vonast er til að White verði komin aftur í hópinn fyrr en varir og verði klár í slaginn á EM á heimavelli.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin