Guðmundur: „Logi á hrós skilið“

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson mbl.is/Kristinn

„Við notuðum Loga Geirsson ekki mikið að þessu sinni. Það þróaðist einhvern veginn þannig þegar á mótið leið, en var ekkert sem beinlínis var meðvitað fyrirfram,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið í gær og er birt á miðopnu íþróttablaðsins í dag. Þar gerir Guðmundur Þórður mótið upp. Hann vill lítið gefa út um ástæður þess að Logi fór með og var síðan aðeins látinn leika í rúmlega þrjár og hálfa mínútu þegar á hólminn var komið.

„Arnór Atlason leikur sömu stöðu og Logi með landsliðinu. Arnór spilaði frábærlega á EM og síðan stóð Aron Pálmarsson sig mjög vel þegar hann fékk að spreyta sig. Þar með fékk Logi hlutverk sem hann hefur ekki áður verið í hjá landsliðinu. Loga til hróss stóð hann sig frábærlega í þessu hlutverki og kemur mjög sterkur frá þessari keppni, að mínu mati, á hrós skilið fyrir hvernig hann sinnti sínu hlutverki og þeirri stöðu sem kom upp í mótinu,“ segir Guðmundur.

Ítarlegt viðtal við Guðmund er í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »