Kári meiddist aftan í læri

Ekki er víst að ÍBV geti notað krafta Kára þegar …
Ekki er víst að ÍBV geti notað krafta Kára þegar Olís-deildin fer aftur af stað. mbl.is/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson meiddist seint í leiknum gegn Serbíu á EM í kvöld og óvíst hvort hann verði tilbúinn í slaginn með ÍBV þegar Olís-deildin hefst á ný eftir EM-fríið. 

Kári meiddist aftan í læri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir og kom því ekki meira við sögu. Líkur eru á því að um tognun sé að ræða en Kári var vafinn um lærið að leiknum loknum þegar mbl.is ræddi við hann. 

Kári skoraði 4 mörk í leiknum og náðu hann og Aron Pálmarsson nokkuð vel saman í síðari hálfleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert