Ómanneskjulegar aðstæður ástæðan fyrir meiðslum Arons

Aron Pálmarsson hitar upp í Búdapest í dag.
Aron Pálmarsson hitar upp í Búdapest í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, meiddist á kálfa í leik Íslands og Svartfjallalands í milliriðli I í Búdapest í dag á Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Aron, sem var að snúa aftur í liðið eftir að hafa greinst með kórónuveiruna í síðustu viku, skoraði fyrstu tvö mörk Íslands í leiknum áður en hann hélt til búningsherbergja en leiknum lauk með stórsigri íslenska liðsins, 34:24.

„Aron fann til í kálfa og það er fylgifiskur þess að vera lokaður inni og mega ekki yfirgefa hótelherbergið sitt,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Íslands, í samtali við RÚV eftir leikinn.

„Þetta eru ómanneskjulegar aðstæður hérna í Ungverjalandi og því miður gerast svona hlutir stundum. Þetta er tognun á kálfa en við vonumst til þess að þetta sé ekki alvarlegt,“ bætti Guðmundur við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert