Sturridge byrjaður að æfa á fullu

Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. AFP

Daniel Sturridge framherji Liverpool er kominn á fullt við æfingar hjá Liverpool á nýjan leik í fyrsta sinn frá því hann tognaði á æfingu með enska landsliðinu í ágúst.

Hans hefur verið sárt saknað í liði Liverpool en liðið hefur aðeins unnið fjóra af þeim 14 leikjum sem það hefur verið án leikmannsins. Endurkomu hans seinkaði þegar hann meiddist á kálfa í síðasta mánuði en Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, reiknar nú með að geta nýtt krafta Sturridge þegar liðið mætir Crystal Palace þann 23. þessa mánaðar.

mbl.is