Stórkostleg aukaspyrna Barton - myndskeið

Joey Barton er búinn að skora gegn Brentford.
Joey Barton er búinn að skora gegn Brentford. AFP

Joey Barton, leikmaður Burnley í ensku 1. deildinni, skoraði ótrúlegt mark gegn Brentford í kvöld, en staðan er 3:0 þegar nokkrar mínútur eru eftir af fyrri hálfleik.

Barton samdi við Burnley í lok ágúst á síðasta ári en hann hefur verið lykilmaður í liðinu frá því hann kom.

Hann er kominn á blað gegn Brentford í kvöld en mark hans var stórkostlegt. Hann skoraði þá úr aukaspyrnu en óhætt er að segja að nákvæmnin hjá honum sé upp á tíu. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

mbl.is