Makelele áfram hjá Gylfa og félögum

Claude Makelele.
Claude Makelele. AFP

Frakkinn Claude Makelele hefur gert nýjan samning við Swansea City og hann verður þar með áfram aðstoðarmaður Paul Clement, knattspyrnustjóra liðsins.

Þessi fyrrverandi leikmaður Chelsea og Real Madrid þótti standa sig afar vel í starfi og Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans lofa hann í hástert en Clement fékk hann til liðs við sig þegar hann tók við stjórastarfinu hjá velska liðinu í byrjun ársins.

Samningur Makelele við Swansea rann út eftir tímabilið en Clement lagði mikla áherslu á að halda Frakkanum hjá félaginu og sú verður raunin.

mbl.is