Tímabilið hugsanlega búið hjá Mangala

Eliaquim Mangala í leik með Everton gegn Arsenal.
Eliaquim Mangala í leik með Everton gegn Arsenal. AFP

Franski varnarmaðurinn Eliaquim Mangala sem kom til Everton að láni frá Manchester City í síðasta mánuði gæti verið úr leik það sem eftir er leiktíðarinnar.

Mangala varð fyrir meiðslum í sigurleik Everton gegn Crystal Palace fyrir tíu dögum og segir Sam Allardyce, stjóri Everton, að meiðslin séu það alvarleg að svo geti farið að Mangala spili ekkert meira með á tímabilinu. Í ljós hefur komið að Mangala er illur meiddur í hnénu.

„Það lítur út fyrir að Mangala verði lengi frá keppni sem er slæmt fyrir hann og okkur því hann var góð viðbót í hóp okkar,“ sagði Allardyce í viðtali við Everton TV.

mbl.is