City á toppinn eftir sigur í toppslagnum

Erik Lamela reynir að stöðva Riyad Mahrez sem skoraði sigurmark …
Erik Lamela reynir að stöðva Riyad Mahrez sem skoraði sigurmark City í leiknum. AFP

Manchester City komst í kvöld í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Tottenham, 1:0, í toppslag sem fram fór á Wembley. City og Liverpool eru jöfn að stigum í efstu tveimur sætunum en City er með betri markatölu.

Það var strax á sjöttu mínútu leiksins sem sigurmarkið leit dagsins ljós. Þar var á ferðinni Riyad Mahrez eftir vandræðagang í vörn Tottenham sem gaf Raheem Sterling tækifæri á að komast á ferðina og leggja upp markið fyrir Mahrez. Staðan 1:0 í hálfleik.

City var með yfirhöndina og hefði hæglega getað tvöfaldað forskot sitt snemma í síðari hálfleik þegar þeir Sterling og David Silva voru í dauðafæri, en flæktust nánast fyrir hvor öðrum svo færið rann út í sandinn.

Undir lokin reyndu leikmenn Tottenham hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 1:0 sigur City, sem er með 26 stig á toppnum. Tottenham er í fimmta sæti með 21 stig.

Tottenham 0:1 Man. City opna loka
90. mín. Christian Eriksen (Tottenham) á skot framhjá +1. Í þröngu færi og þrumaði yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert