Flett ofan af Manchester City - 4.kafli

Manchester City fagnar einu af sex mörkum sínum í gærkvöld.
Manchester City fagnar einu af sex mörkum sínum í gærkvöld. AFP

Þýska blaðið Der Spieg­el birtir á net­miðli sín­um, Spieg­el On­line, í dag síðasta kaflann í greina­flokki sem nefn­ist "Manchester City exposed", eða „Flett ofan af Manchester City“.

Der Spiegel hefur frá því á mánudaginn farið ít­ar­lega yfir um­svif eig­enda Manchester City, sem hafa með Man­sour bin Zayed Al Na­hy­an, sj­eik­inn af Abu Dhabi, í far­ar­broddi gert fé­lagið það fjár­sterk­asta í heimi. Þá hefur verið farið yfir hvernig fé­lagið hafi kom­ist fram ­hjá regl­um UEFA um fjár­hags­lega hátt­vísi, meðal ann­ars með því að skil­greina svim­andi háar greiðslur frá eig­end­un­um sem aug­lýs­inga­tekj­ur.

Í kaflanum í dag eru kaup Manchester City á belgíska landsliðsmanninum Kevin de Bruyne meðal annars til umfjöllunar og eins hvernig Manchester City hafi notað félög í arabalöndunum fyrir leynilegar greiðslur til Roberto Mancini, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester City og núverandi landsliðsþjálfara Ítalíu.

De Bryune sló í gegn með þýska liðinu Wolfsburg og árið 2015 gat þýska félagið ekki falið hann lengur fyrir bestu liðum heims. Í nokkra mánuði voru hugsanleg félagaskipti Belgans til umfjöllunar út um allan heim og í gögnum sem Der Spiegel hefur undir höndum var Manchester City reiðubúið að gera hvað sem er til að fá leikmanninn til liðs við sig. Ferran Soriano stjórnarmaður Manchester City segir að hann eigi í erfiðleikum með að ná samkomulagi við Wolfsburg um kaupin. Þegar Manchester City ákvað að fá De Bruyne til liðs við sig hversu mikið sem hann kostaði. Að lokum fékk City leikmanninn fyrir 75 milljónir punda og hann hefur spilað með liðinu frá því í september 2015.

Velgengni fyrir hvaða verð sem er

Velgengni fyrir hvaða verð sem er. Það er engin betri lýsing á stefnu stjórnenda Manchester City. Bayern München ríkasta félagið í Þýskalandi var ekki fært um að bjóða betur í De Bruyne. Manchester City nýtti sér þá staðreynd að stjórnendur félagsins gátu aukið  styrktarsamninga við fyrirtæki frá Abu Dhabi og það sniðgekk fjár­hags­leg­ar hátt­vísi­regl­ur UEFA án refsingar.

Árið 2009 skrifaði Roberto Mancini undir tvo samninga sama daginn. Annar var um að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Manchester City og hinn var um að verða ráðgjafi Al Jazira Sports og Cultural Club, þar sem sjeikinn Mansour var maðurinn á bak við bæði félögin. Al Jazira hafði skuldbundið sig til að greiða Mancini, sem er í dag landsliðsþjálfari Ítalíu, hærri laun en Manchester City. City átti að greiða honum 1,45 milljónir punda fyrir utan bónusgreiðslur og hann átti að fá 1,75 milljónir punda í grunnlaun frá félaginu í Abu Dhabi.

Greinina í heild sinni má lesa hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert