Ekki lengur einvígi

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í gær.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í gær. AFP

Baráttan um enska meistaratitilinn í knattspyrnu hefur tekið nýja stefnu um jólin. Hún er ekki lengur einvígi á milli Liverpool og Manchester City eins og allt virtist stefna í en eftir tvo tapleiki City og sigurleiki Liverpool og Tottenham eru það nú tvö síðarnefndu liðin sem eru í tveimur efstu sætunum.

Liverpool hefur heldur betur styrkt sína stöðu og er komið með 51 stig eftir sannfærandi 4:0 heimasigur gegn Newcastle í gær.

Á meðan tapaði Manchester City í annað skipti um jólin, nú 2:1 í Leicester, en Tottenham var með aðra markaveislu sína á nokkrum dögum og valtaði yfir Bournemouth á Wembley í gær, 5:0.

Tottenham er komið með 45 stig í öðru sætinu en City seig niður í þriðja sætið með 44 stig.

Enn eru eftir tvær umferðir um jól og áramót. Liverpool tekur á móti Arsenal á laugardaginn, Tottenham fær þá Wolves í heimsókn en Manchester City heimsækir Southampton á sunnudaginn.

Með 51 stig úr fyrri umferð

Á nýársdag fer Tottenham til Cardiff en 3. janúar lýkur jólatörninni með uppgjöri Manchester City og Liverpool á Etihad-leikvanginum.

Liverpool er búið að vinna sjö leiki í röð og er komið með 51 stig þegar deildin er hálfnuð. Liðið er enn taplaust og framlengdi enn og aftur bestu byrjun sína á tímabili frá upphafi. Til samanburðar fékk liðið 75 stig allt síðasta tímabil en Manchester City náði þá 100 stigum og vann deildina með nítján stigum meira en næsta lið.

Nánar má lesa um um gang mála í ensku úrvalsdeildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert