Pogba pirrar Eið Smára (myndskeið)

Paul Pogba átti ekki góðan leik fyrir Manchester United í 1:1-jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðasta mánudag. Eiður Smári Guðjohnsen för hörðum orðum um franska miðjumanninn í sjónvarpsþættinum Vellinum á Símanum Sport. 

„Paul Pogba minnti mig á leikmann sem var settur í varaliðið til að komast í leikform. Hann getur gert mann bilaðan. Hann er stór og sterkur en hann missti boltann trekk í trekk. Þetta er heimsmeistari í fótbolta og þetta gerir mig pirraðan og ég er ekki United-maður,“ sagði Eiður. 

„Hann á að vera leiðtogi í þessu liði. Ég get ímyndað mér að það að vera þjálfarinn hans sé ekki bara erfitt heldur skrautlegt. Þegar hann hefur áhuga og gerir hlutina eins og hann kann að gera þá er þetta sá leikmaður sem á að geta rifið Manchester United upp,“ bætti Eiður við. 

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Paul Pogba átti ekki góðan leik gegn Southampton.
Paul Pogba átti ekki góðan leik gegn Southampton. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert