Gylfi inn á eftir viðbjóðslegt brot

André Gomes liggur óvígur á vellinum eftir að hafa fótbrotnað …
André Gomes liggur óvígur á vellinum eftir að hafa fótbrotnað og ringulreiðin er mikil. AFP

Son Heung-min felldi tár og var algjörlega í öngum sínum eftir að slæmt brot hans á André Gomes varð til þess að Portúgalinn meiddist með skelfilegum hætti, í leik Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Son var raunar ekki sá eini sem átti bágt með sig eftir brotið og mátti meðal annars sjá Serge Aurier, leikmann Tottenham, fara með bænir. Ljóst er að Gomes fótbrotnaði afar illa en atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpi, svo ljótt var brotið.

Gylfi Þór Sigurðsson hafði gert sig tilbúinn í að koma inn á áður en brotið var á Gomes og kom Gylfi inn á í hans stað. Son fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot sitt sem var á 79. mínútu. Dómarinn bætti við 12 mínútum af uppbótartíma, meðal annars vegna þessa atviks, og sá tími dugði Everton til að jafna metin í 1:1.

https://www.mbl.is/sport/enski/2019/11/03/everton_tottenham_stadan_er_1_1/

Son Heung-min var í öngum sínum þegar hann fór af …
Son Heung-min var í öngum sínum þegar hann fór af velli eftir að hafa fótbrotið Andre Gomes. AFP
Hlúð að André Gomes.
Hlúð að André Gomes. AFP
mbl.is