Loksins vann Burnley (myndskeið)

Burnley hafði betur gegn Newcastle er liðin mættust á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 1:0. Chris Wood skoraði sigurmark Burnley. 

Burnley hafði tapað þremur leikjum í röð og Newcastle unnið tvo í röð fyrir leikinn, en þrátt fyrir það voru það heimamenn sem tóku stigin þrjú. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum  hér fyrir ofan. 

mbl.is