Eiður: Þetta er svakaleg veisla hjá Arteta

Eiður Smári Guðjohnsen, Bjarni Þór Viðarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu um leik Everton og Arsenal í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í gærkvöld og þá sérstaklega um hvernig staðan væri hjá félögunum sem bæði voru með nýja knattspyrnustjóra í stúkunni á leiknum.

Eiður sagði að hjá Arsenal tæki Mikel Arteta við liði í molum. „Þetta er svakaleg veisla!“ sagði Eiður og kvaðst vonast til þess að hlutirnir myndu snúast við hjá félaginu sem hefði að undanförnu hugsað mest um að þróa leikmenn fyrir framtíðina en væri ekkert að spá í að vinna næsta leik í deildinni.

Eiður sagði að  bæði Carlo Ancelotti hjá Everton og Mikel Arteta hjá Arsenal hefðu varpað skugga á leikinn, sem var tilþrifalítill og endaði 0:0. Leikmenn hefðu verið ragir við að stíga fram og sýna sitt besta og þetta hefði verið eins og æfingaleikur á undirbúningstímabili.

Þetta brot úr þættinum má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert