Að United hafi ekki gert betur (myndskeið)

Manchester United gerði markalaust jafntefli gegn Wolves á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn og varð þar af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Nýi maðurinn Bruno Fernandes spilaði sinn fyrsta leik en United var án Odion Ighalo sem kemur til félagsins að láni frá Kína í vikunni. Sá spilaði með Watford um árabil en mörgum þykir undarlegt að United hafi horft til hans. „Ég held að þetta fari ekki eftir stefnu Ole Gunnar Solskjær sem hefur verið þolinmóður á markaðnum. Þetta er fínn leikmaður, fínn hjá Watford á sínum tíma en ég lít frekar á Bruno Fernandes sem frábær kaup,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson sem var gestur hjá Tómasi Þór Þórðarssyni í Vellinum á Símanum sport.

„Að enda með að fá Ighalo, sem er fínn leikmaður og mun hjálpa þeim, en að þeir hafi ekki gert betur,“ sagði Freyr Alexandersson sem segir að United hefði átt að kaupa Erling Braut Haaland, Norðmanninn öfluga sem endaði hjá Dortmund í Þýskalandi.

Umræðurnar um nýju leikmenn United má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is