Stuðningsmenn Liverpool ósáttir

Stuðningsmenn Liverpool á Anfield.
Stuðningsmenn Liverpool á Anfield. AFP

Stuðningsmenn Liverpool krefja nú félagið um svör eftir að félagið ákvað að senda um helming af starfsfólki sínu í launað leyfi á kostnað ríkissjóðs. Um neyðarúrræði er að ræða sem fyrirtækjum á Bretlandi býðst að nýta til að tryggja rekstur sinn á meðan kórónuveirufaraldurinn herjar á heimsbyggðina.

The Spi­rit of Shank­ly-sam­tök­in, sem eru stuðnings­manna­sam­tök stuðnings­manna Li­verpool, hafa nú sent frá sér tilkynningu og biðja félagið að útskýra aðgerðir sínar. Félagið er talið spara sér um 750 þúsund pund í launakostnað næstu 12 vikurnar með því að nýta sér úrræði stjórnvalda en Liverpool veltir milljónum punda á hverju ári og er eitt ríkasta knattspyrnufélag heims.

Margir hafa gagnrýnt ákvörðun félagsins, þar á meðal fyrrverandi leikmenn Liverpool, þeir Jamie Carragher og Stan Collymore, en félagið hefur enn ekki svarað gagnrýnisröddum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert