Enski boltinn og þjóðhátíð (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur göngu sína á ný í kvöld, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, eftir rúmlega þriggja mánaða hlé. Tóm­as Þór Þórðar­son hjá Sím­an­um sport kynn­ir hér til leiks leiki kvöldsins og helgarinnar.

Boltinn byrjar aftur að rúlla í kvöld á tveimur frestuðum leikjum, viðureignum Aston Villa gegn Sheffield United og Manchester City gegn Arsenal. Svo á föstudaginn hefst 30. umferðin og verður hún öll leikin yfir helgina.

Risaslagur fer fram í Lundúnum föstudagskvöld þegar Tottenham tekur á móti Manchester United en þar mætir José Mourinho, stjóri Tottenham, sínu gamla félagi. Topplið Liverpool getur svo stigið skrefi nær Englandsmeistaratitlinum á sunnudaginn þegar liðið heimsækir nágranna sína í Everton.

Í kvöld
17:00 Aston Villa - Sheffield United
19:15 Manchester City - Arsenal

Leikir helgarinnar

Föstudagur
17:00 Norwich - Southampton
19:15 Tottenham - Manchester United

Laugardagur
11:30 Watford - Leicester
14:00 Brighton - Arsenal
16:30 West Ham - Wolves
18:45 Bournemouth - Crystal Palace

Sunnudagur
13:00 Newcastle - Sheffield United
15:15 Aston Villa - Chelsea
18:00 Everton - Liverpool

Mánudagur
19:00 Manchester City - Burnley

All­ir leik­ir ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar eru sýnd­ir beint á Sím­inn Sport, heim­ili enska bolt­ans, og þá er einn leik­ur í hverri um­ferð sýnd­ur á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert