Tveir lykilmenn United meiddust á æfingu

Bruno Fernandes meiddist á æfingu í dag.
Bruno Fernandes meiddist á æfingu í dag. AFP

Enski miðilinn Mirror greinir frá því í kvöld að miðjumennirnir Paul Pogba og Bruno Fernandes hafi meiðst á æfingu liðsins í dag en þeir sáust báðir haltra á æfingasvæðinu eftir samstuð. 

Blaðamaður miðilsins segir þá báða tæpa fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en ekki er ljóst hversu alvarleg þau eru. 

United hefur ekki tjáð sig um meiðsli miðjumannanna, en Bruno Fernandes ku hafa verið verr út úr samstuðinu. Hefur Fernandes verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðan hann kom til United í janúar. 

mbl.is