You'll Never Walk Alone ómaði um Liverpool (myndskeið)

Englandsmeistarabikarinn fór á loft á Anfield í Liverpool eftir leik Liverpol og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Liverpool hefur haft mikla yfirburði í deildinni í allan vetur en liðið tryggði sér titilinn hinn 25. júní síðastliðinn.

Liverpool er því ríkjandi Englands-, Evrópu, og heimsmeistari í knattspyrnu en leikmenn Liverpool voru að vonum í skýjunum á Anfield í kvöld og sungu meðal annars einkennissöng félagsins You'll Never Walk Alone.

Bikarafhending Liverpool var sýnd beint á Síminn Sport.

Leikmenn Liverpool tóku lagið á Anfield.
Leikmenn Liverpool tóku lagið á Anfield. AFP
mbl.is