Eiður um van Dijk: Hræðilegt að sjá þetta

Liverpool og Everton skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. Mörg vafaatriði voru í leiknum og þá voru myndbandsdómarar í aðalhlutverki eins og oft áður. 

Virgil van Dijk besti varnarmaður Liverpool verður lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir tæklingu Jordan Pickford í marki Everton, en markvörðurinn slapp með skrekkinn þar sem van Dijk var í rangstöðu. 

Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru sammála um að Pickford átti að fá rautt spjald eru þeir ræddu málið í Vellinum á Símanum sport en Tómas Þór Þórðarson er þáttastjórnandi. Þá áttu þeir erfitt með að skilja að mark Liverpool hafi verið dæmt af í blálokin vegna rangstöðu. 

Atvikin og umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is