Krísa hjá United í deildinni (myndskeið)

„Bruno Fernandes var ekki góður í leiknum, þeir náðu að loka á hann og hann bjó ekki til nein færi,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson um Portúgalann sem var tekinn af velli hjá Manchester United í 1:0-tapi gegn Arsenal á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Margir voru gáttaðir á því að Fernandes var tekinn af velli í stöðunni 1:0 en Paul Pogba, sem átti afleitan leik og gaf meðal annars vítaspyrnuna sem sigurmark Arsenal kom úr, kláraði leikinn. Fernandes var ekki að eiga sinn besta leik en Gylfi Einarsson telur að hann hafi átt að klára leikinn.

„En er hann ekki búinn að vinna sér inn það að spila allan tímann í svona leik? Þegar þú þarft á marki að halda er Bruno Fernandes líklegur til að koma með mark í lokin, þótt hann hafi ekki átt góðan leik.“

Umræðurnar um Fernandes, aðra leikmenn Manchester United og hvort krísa sé hjá félaginu má sjá í klippunni hér að ofan en hún er úr þættinum Völlurinn á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert