Stórleikurinn verður flugeldasýning (myndskeið)

Manchester City tekur á móti Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn í stórleik helgarinnar í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðin hafa verið þau bestu á Bretlandi undanfarin ár.

Meistararnir eru á toppi deildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki en byrjun City hefur verið heldur slitrótt, liðið er með 11 stig eftir sex leiki og situr í tíunda sæti. City og Liverpool hafa hafnað í efstu tveimur sætunum undanfarin tvö tímabil.

Gamla Arsenal-kempan Lee Dixon hitar upp fyrir risaleikinn í skemmtilegri klippu hér að ofan. „Þegar Manchester City mætir Liverpool þá stendur fólk upp og tekur eftir, þetta eru bestu lið deildarinnar undanfarin ár,“ segir Dixon meðal annars. „Þetta verður flugeldasýning.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert