Zabaleta: Eitt stig ekki nóg fyrir City

„Fæturnir eru ekki þeir sömu síðustu 15-20 mínúturnar í svona leik, en þetta var samt frábær leikur til að horfa á,“ sagði Pablo Zabaleta, fyrrverandi knattspyrnumaður Manchester City, í samtali við þá Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson.

Zabaleta var að ræða leik sinna fyrrverandi félaga gegn Englandsmeisturum Liverpool en liðin skildu jöfn á Etihad-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, 1:1. „Bæði lið reyndu að vinna leikinn og sækja þrjú stig og ég held að City sé ekki ánægt með stigið,“ bætti Zabaleta við en viðtalið við hann má horfa á í spilaranum hér að ofan.

mbl.is