Salah klár í slaginn á morgun

Mo Salah er orðinn heill heilsu.
Mo Salah er orðinn heill heilsu. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mo Salah væri klár í slaginn gegn Atalanta á Anfield í Meistaradeildinni annað kvöld en Salah hefur verið frá þar sem hann greindist með kórónuveiruna í Egyptalandi á dögunum.

Salah æfði með Liverpool í gær og er við góða heilsu, en hann lék ekki með Liverpool gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var.

„Mo æfði og leit mjög vel út. Hann er klár í slaginn og við sjáum til hvað við gerum í því,“ sagði Klopp. Þjóðverjinn sagði lítið nýtt að frétta af meiddum leikmönnum liðsins.

„Það er ekkert nýtt. Við sjáum til. Ég vil ekki segja of mikið því ég hef enga hugmynd hvaða leikmenn spila fyrir Atalanta, svo ég vil ekki segja of mikið,“ bætti Klopp við.

Liverpool vann 5:0-sigur á útivelli gegn Atalanta í byrjun nóvember og skoraði Diogo Jota þrennu.

mbl.is