Getið fengið hann fyrir 100 milljónir punda

Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly. AFP

Eigandi ítalska knattspyrnufélagsins Napoli, Aurelio De Laurentiis hefur sent Manchester United og Liverpool skýr skilaboð hvað varðar miðvörðinn Kalidou Koulibaly, hyggist ensku félögin reyna að fá hann í sínar raðir í þessum mánuði.

Fréttamaður Sky Sports, Jim White, skýrði frá því að hann hefði rætt við De Laurentiis og spurt hann um hvort  tilboð hefðu komið í Koulibaly, sem er 29 ára gamall Senegali og þykir einn öflugasti miðvörðurinn í Evrópufótboltanum.

„Hann hló að því og sagði að hann væri ekki til sölu. Allir sem hefðu haft í hyggju að greiða minna en hundrað milljónir punda fyrir hann gætu gleymt því. Hann sé ekki til sölu nema eitthvert  stóru félaganna á Englandi myndi leggja hundrað milljónir á borðið," sagði White.

mbl.is