Samkomulag við United í höfn

Jadon Sancho hefur lengi verið á óskalista Ole Gunnar Solskjær.
Jadon Sancho hefur lengi verið á óskalista Ole Gunnar Solskjær. AFP

Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur náð munnlegu samkomulagi við enska knattspyrnufélagið Manchester United um kaup og kjör. Það er þýski miðillinn Sport1 sem greinir frá þessu. 

Sóknarmaðurinn öflugi var sterklega orðaður við Manchester United allt síðasta sumar en United var ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir leikmanninn sem var í kringum 120 milljónir punda.

Dortmund hefur hins vegar lækkað verðmiðann á Sancho og vill nú fá í kringum 80 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn sem er 21 árs gamall.

Sancho lék vel með Dortmund á nýliðinni leiktíð þar sem hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur þrettán í 26 leikjum í þýsku 1. dieldinni.

Samningur Sancho við Dortmund rennur út sumarið 2023 en hann hefur einnig verið orðaður við lið á borð við Chelsea og Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert