Gífurlega mikilvægur leikur fyrir stjórann (myndskeið)

Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi sparkspekingur, segir að Norður-Lundúnaslagurinn gegn Tottenham Hotspur á morgun sé afar mikilvægur leikur fyrir Mikel Arteta, stjóra Arsenal.

Eftir afleita byrjun á tímabilinu þar sem fyrstu þrír leikir Arsenal í deildinni töpuðust hefur liðið unnið tvo 1:0-sigra í röð.

Wright segir mikilvægt að ná góðum úrslitum gegn Tottenham á morgun þar sem þau gætu skapað svigrúm fyrir Arsenal til þess að reyna að finna nákvæmlega hversu langt liðið sjái fram á að komast.

Vangaveltur Wrights í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is