Bjarni: Engin tilviljun að hann fái tíuna

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Á meðal þess sem þeir ræddu um var Arsenal og þann kraft sem ungir leikmenn hafa gefið liðinu.

Emile Smith-Rowe og Bukayo Saka eru búnir að vera á meðal bestu leikmanna Arsenal á leiktíðinni en það var einmitt Smith-Rowe sem skoraði sigurmarkið gegn Watford í 1:0-sigri í dag.

Viðræðurnar má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is