Enn einn lykilmaður Liverpool með veiruna

Trent Alexander-Arnold er með kórónuveiruna.
Trent Alexander-Arnold er með kórónuveiruna. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti eftir 4:1-sigur sinna manna á Shrewsbury í enska bikarnum í dag að bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold væri með kórónuveiruna.

Alexander-Arnold er langt frá því að vera fyrsti lykilmaður Liverpool sem hefur smitast á síðustu vikum því Virgil van Dijk, Joel Matip, Alisson, Roberto Firmino, Curtis Jones og Thiago hafa allir fengið veiruna, sem og Klopp sjálfur og fleiri úr þjálfarateyminu.

Klopp nýtti tækifærið til að hrósa Kaide Gordon eftir leik en Gordon varð næstyngsti markaskorari í sögu Liverpool er hann skoraði gegn Shrewsbury. „Hann er með alvöruhæfileika og hans helsti styrkleiki er að klára færin,“ sagði Klopp.

mbl.is