Faðir Bellingham hallast að Liverpool

Jude Bellingham er einn sá eftirsóttasti þessa dagana.
Jude Bellingham er einn sá eftirsóttasti þessa dagana. AFP/Paul Ellis

Jim Scott, faðir knattspyrnumannsins Judes Bellinghams, vill sjá son sinn ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en Bellingham, sem er 19 ára gamall, er á meðal eftirsóttustu leikmanna heims um þessar mundir.

Hann er samningsbundinn Borussia Dortmund í Þýskalandi til sumarsins 2025 en Bild greinir frá því að miðjumaðurinn ætla að fara fram á sölu frá félaginu þegar hann snýr aftur til Þýskalands eftir heimsmeistaramótið í Katar.

Bellingham hefur slegið í gegn á HM í Katar með Englandi þar sem hann hefur byrjað alla fjóra leiki liðsins til þessa, skorað eitt mark og lagt upp annað.

Dortmund er sagt vilja fá í kringum 130 milljónir punda fyrir miðjumanninn en auk Liverpool hafa bæði Manchester City og Real Madrid mikinn áhuga á honum.

mbl.is