Chelsea í viðræðum við Maresca

Enzo Maresca
Enzo Maresca AFP/Glyn Kirk

Chelsea hefur beðið Leicester City um leyfi til að ræða við Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Refanna. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að Mauricio Pochettino var sagt upp störfum.

Hinn áreiðanlegi John Percy á The Telegraph greinir frá því að Chelsea hafi óskað eftir því að ræða við Ítalann sem stýrði Leicester til sigurs í 1. deildinni á leiktíðinni. Chelsea mun borga Leicester tíu milljón pund fyrir þjálfarann.

Maresca var í þjálfarateymi Manchester City sem aðstoðarmaður Pep Guardiola áður en hann tók við Parma í ítölsku B deildinni. Maresca lék meðal annars fyrir Juventus, Sevilla og Fiorentina á sínum tíma en Ítalinn er 44 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert