Guardiola á leið í sitt síðasta tímabil?

Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Justin Tallis

Næsta tímabil Pep Guardiola með karlalið enska knattspyrnufélagsins Manchester City gæti orðið hans síðasta. 

Enskir miðlar greina frá en samkvæmt þeim er tilfinningin innan félagsins að hann muni láta af störfum sumarð 2025. 

Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 en síðan þá hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna. Þar á meðal sex Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert