Ricciardo bætt fyrri töp

Daniel Ricciardo fagnar sigrinum á verðlaunapallinum í Sepang.
Daniel Ricciardo fagnar sigrinum á verðlaunapallinum í Sepang. AFP

Daniel Ricciardo segir að sigurinn í Sepan í dag virki á hann sem uppbót fyrir nokkur sigurfæri sem klúðrust fyrr á keppnistíðinni.

Ricciardo varðist á lokahringjunum atlögum frá liðsfélaga sínum Max Verstappen en saman færðu þeir liði sínu fyrsta tvöfalda sigurinn frá í Brasilíu 2013.

Í Spánarkappakstrinum í Barcelona í vor hafði Ricciardo lengi forystuna en herfræðiklúður stjórnenda Red Bull kostaði hann sigur, sem Verstappen vann í staðinn. Sömuleiðis stefndi ástralski ökumaðurinn til sigurs í Mónakókappakstrinum hálfum mánuði seinna, en þá klúðraði aðstoðarsveit hans dekkjastoppi og Lewis Hamilton sigldi fram úr og til sigurs.

Í kappakstrinum í Singapúr fyrir hálfum mánuði sótti Ricciardo hart á lokakaflanum og kom rétt á eftir Nico Rosberg í mark.

Og Ricciardo sagðist eftir kappaksturinn vera ánægður að vera aftur á sigurbraut, en síðasta sigur sinn vann hann í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps í hitteðfyrra, 2014. „Þetta hafa verið tilfinningarík tvö ár síðan ég vann síðast. Hef verið nærri því nokkrum sinnum. Efst er mér í huga þakklæti til allra sem stutt hafa við mig á þessari vegferð, Red Bull, mömmu minnar og pakka og systur minnar. Ég er svo þakklátur fyrir þennan sigur, hann tekur á.“

Daniel Ricciardo á leið til sigurs í Sepang í dag.
Daniel Ricciardo á leið til sigurs í Sepang í dag. AFP
Daniel Ricciardo með sigurlaunin á verðlaunapallinum í Sepang í Malasíu …
Daniel Ricciardo með sigurlaunin á verðlaunapallinum í Sepang í Malasíu ídag. AFP
Daniel Ricciardo klárar dekkjaskipti með bravúr í kappakstrinum í Sepang …
Daniel Ricciardo klárar dekkjaskipti með bravúr í kappakstrinum í Sepang í dag. AFP
Stundum gefst færi til stuttrar íhugunar í fagnaðarlátunum. Hér á …
Stundum gefst færi til stuttrar íhugunar í fagnaðarlátunum. Hér á Daniel Ricciardo kyrrðarstund á verðlaunapallinum eftir sigurinn í Sepang í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert