Ferrari kreisti meira úr vélinni

Vélvirkjar Ferrari að störfum í bílskúr liðsins í Azerbaisjan en ...
Vélvirkjar Ferrari að störfum í bílskúr liðsins í Azerbaisjan en þar verður keppt um helgina í formúlu-1. AFP

Tæknimenn Ferrari þjörmuðu að vél keppnisbílsins á nýliðnum vetri til þess að koma öflugri til leiks á nýhafinni keppnistíð.

Þetta segir Andrew Green, tæknistjóri Force India en hans lið brúkar vél frá keppinautunum Mercedes.

Green segir ljóst að Ferrari hafi tekist að minnka forskot Mercedesvélarinnar í ár sem í fyrra.

„Á því leikur enginn vafi og bilið hefur minnkað hvað vélaraflið varðar. Lið eins og Ferrari hafa gengið hart á vélar sínar og knúið út úr þeim aukinn kraft,“ segir Green.

mbl.is