Alonso vann í Le Mans

Toyota vann sólarhringskappaksturinn í Le Mans í Frakklandi í dag og er þetta fyrsti sigur japanska bílsmiðsins. Honum óku til skiptis Fernando Alonso, Japaninn Kazuki Nakajima og Svisslendignurinn Sebastien Buemi.

Alonso vann með þessu sigur í Le Mans í fyrstu tilraun en Toyota var að keppa í tuttugasta skipti. Á undanförnum árum hefur bíllinn ekki reynst endingartraustur en bót hafði verið ráðin á því nú og átti Toyota tvo fyrstu bílana í mark.

Þátttaka Alonso, hins tvöfalda heimsmeistara í formúlu-1, dró mikla athygli að kappakstrinum en í stúkum brautarinnar fylgdust 256.900 manns með keppninni. Hann er nú einn af aðeins sjö ökumenn sögunnar sem fagnað hafa sigri bæði í Le Mans og Mónakó. Í þeim hópi auk hans eru Tazio Nuvolari, Maurice Trintignant, Bruce McLaren, Jochen Rindt og Graham Hill.

Hill er aftur á móti eini ökumaður sögunnar sem ásamt þessu hefur einnig farið með sigur af hólmi í mesta kappakstri Bandaríkjanna, Indy 500. Þríkórónu þá sækist Alonso eftir en í frumrauninni í fyrradugði bíllinn ekki alla leið.

Alls kepptu að þessu sinni í Le Mans 23 ökumenn með keppnisreynslu úr formúlu-1. Frægastir þeirra auk Alonso eru Jenson Button og Juan-Pablo Montoya. Button varð heimsmeistari 2009 en í Le Mans bilaði bíll hans á leiðinni og féll úr leik. Montoya hefur unnið sjö mót í formúlu-1, auk þess að vera fyrrverandi meistari úr bæði  IndyCar og Champ Car í Bandaríkjunum.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla