75. ráspóll Hamiltons

Lewis Hamitlon á Mercedes var í þessu að vinna ráspól franska kappakstursins og er það í 75. sinn sem hann vinnur keppnina um hann. Annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottast og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji.

Rimman í lokalotunni stóð fyrst og fremst um sæti þrjú til sex sökum yfirburða Mercedesbílanna sem keppa nú í fyrsta sinn með nýrri og uppfærðri vél. Á endanum hafði Vettel betur en fjórði varð Max Verstappen á Red Bull og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo fimmti.

Kimi Räikkönen urðu á akstursmistök er hann hugðist laga stöðu sína í allra síðustu tímatilraun. Fór hann of hratt inn í beygju og tapaði ferð við að leiðrétta það. Með því fór sú tilraun forgörðum.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Carlos Sainz á Renault, Charles Leclerc á Sauber, og loks Kevin Magnussen og Romain Grosjeam á Haas. Sá síðastnefndi gerði slæm mistök með akstri langt upp á beygjubrík með þeim afleiðingum að hann missti vald á bílnum og hafnaði á öryggisveg. Slæmur endir á annars öflugri frammistöðu á æfingunum þremur og í fyrstu tveimur lotum tímatökunnar.

Saubermenn fagna

Leclerc komst nú í fyrsta sinn á stuttum ferli í lokalotu tímatöku og er þetta í fyrsta sinn á árinu sem Sauberbíll nær einu af tíu efstu sætunum á rásmarki.

mbl.is