Vettel nefinu á undan

Sebastian Vettel á lokaæfingunni í Monza í morgun.
Sebastian Vettel á lokaæfingunni í Monza í morgun. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari er til alls líklegur í ítalska kappakstrinum um helgina en hann ók hraðast rétt í þessu á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Var hann hársbreidd á undan Lewis Hamitlton á Mercedes og liðsfélaga sínum Kimi Räikkönen.

Hamilton var aðeins 81 þúsundasta úr sekúndu lengur með sinn besta hring en Vettel. Räikkönen var innan við tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Vettel.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu: Valtteri Bottas á Mercedes, Max Verstappen á Red Bull, Kevin Magnussen á Haas, Esteban Ocon á Force India, Daniel Ricciardo á Red Bull, Charles Leclerc á Sauber og Romain Grosjean á Haas.

mbl.is