26 þúsundustu úr sekúndu á milli

Charles Leclerc í Silverstone.
Charles Leclerc í Silverstone. AFP

Charles Leclerc ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Silverstone í dag en aðeins 26 þúsundustu úr sekúndu skildu liðsfélagana hjá Ferrari, þá Sebastian Vettel af.

Létt rigning kom ökumönnum í klípu en þeir áttu erfitt  með aksturinn þar sem vætan olli því að brautin varð mjög sleip og bílarnir erfiðir viðfangs.

En allt stytti upp eftir um hálftíma og gátu ökumenn því líkt eftir akstri í tímatöku undir lok æfingarinnar.

Í sætum þrjú til tíu urðu - í þessari röð - Lewis Hamilton á Mercedes, Pierre Gasly og Max Verstappen á Red Bull, Valtteri Bottas á Mercedes, Lando Norris á McLaren, Nico Hülkenberg og Daniel Ricciardo á Renault og Alexander Albon á Toro Rosso sem var sekúndu frá tíma Leclerc.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert