Vettel marði Verstappen

Allar vildu meyjarnar kveðið hann. Charles Leclerc stillir sér upp …
Allar vildu meyjarnar kveðið hann. Charles Leclerc stillir sér upp með aðdáendum í Monza í morgun. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Monza, en þar fer ítalski kappaksturinn fram á morgun. Mjóu munaði í slagnum um toppsætið því Max Verstappen var aðeins 32 þúsundustu úr sekúndu á eftir.

Árangur ökumanna á æfingunni var jafnari en í nokkru móti á árinu þar sem aðeins munaði hálfri sekúndu á fyrsta mannni og þeim tíunda.

Valtteri Bottas á Mercedes og Charles Leclerc hlutu sama tímann upp á þúsundasta úr sekúndu og voru þeir aðeins 0,1 sekúndu frá tíma Vettels.

Í sætum fjögur til tíu á lista yfir hröðustu hringi urðu - í þessari röð -  Daniel Ricciardo á Renault, Lewis Hamilton á Mercedes, Nico Hülkenborg á Renault, Alexander Albon á Red Bull og Antonio Giovinazzi, sem var aðeins 0,597 sekúndum frá tíma Vettels. 

Með árangri Vettels hafa Ferraribílarnir verið hraðskreiðastir á öllum æfingum helgarinnar þremur því í gær skaut Leclerc öllum aftur fyrir sig á báðum æfingum

mbl.is