Leclerc í toppsætið

Charles Leclerc á leið til toppsætisins á þriðju æfingunni í …
Charles Leclerc á leið til toppsætisins á þriðju æfingunni í Singapúr, í morgun. AFP

Charles Leclerc á Ferrari settist í toppsæti lista yfir hröðustu hringi æfinga helgarinnar við lok þriðju og síðustu æfingarinnar fyrir tímatöku kappakstursins í Singapúr.

Leclerc vare 0,2 sekúndum á undan Lewis Hamilton á Mercedes og 0,6 á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel sem setti þriðja besta tímann.

Æfingin var stöðvuð um tíma eftir að Sergio Perez skall á öryggisvegg í 21. beygju og braut fjöðrunarbúnað Racing Point bílsins.

Í sætum fjögur til tíu á nefndum lista urðu - í þessari röð - Valtteri Bottas á Mercedes, Alexander Albon og Max Verstappen á Red Bull, Carlos Sainz og Lando Norris á McLaren, Nico Hülkenberg og Daniel Ricciardo á Renault. Var sá síðarnefndi 1,9 sekúndur lengur í förum en Leclerc.

mbl.is