Verstappen fljótastur

Max Verstappen á ferð í Austin í dag.
Max Verstappen á ferð í Austin í dag. AFP

Max Verstappen á Red Bull ók hraðast á fyrstu æfingu bandaríska kappakstursins sem fram fer í Austin í Texas á sunundag. Verstappen ók hringinn rúmlega 0,1 sekúndu hraðar en Sebastian Vettel hjá Ferrari. Alexander Alabon liðsfélagi Verstappen átti þriðja besta hringinn.

Eftir því er tekið að Lewis Hamilton hjá Mercedes varð aðeins áttundi og liðsfélagi hans Valtteri Bottast 17. Skýringin kann að felast í því að margir ökumannanna einbeittu sér að prófunum á nýjum dekkjum sem Pirelli áformar að mæta til leiks með árið 2021.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Pierre Gasly á Toro Rosso, Daniel Ricciardo á Renault, Romain Grosjean á Haas, Charles Leclerc á Ferrari, Hamitlon, Lance Stroll á Racing Point og Kevin Magnussen á Haas.

og

mbl.is