Hamilton heimsmeistari

Lewis Hamilton fagnar sjötta titlinum í Austin.
Lewis Hamilton fagnar sjötta titlinum í Austin. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu-1 með því að koma í öðru sæta í mark bandaríska kappakstursins í Austin í Texas. Er þetta sjötti titill Hamilton og aðeins Michael Schumacher hefur unnið fleiri, eða níu.

Liðsfélagi Hamiltons, Valtteri Bottas, vann kappaksturinn eftir mmikla stöðubaráttu þeirra tveggja síðustu 10-15 hringina. Þriðji varð svo Max Verstappen á Red Bull og dró hann Hamilton uppi undir lokin en gul flögg björguðu heimsmeistaranum.

Ferrari átti afleitan dag með brottfalli  Sebastians Vettel vegna brotinnar fjöðrunar og Charles Leclerc hafði aldrei hraða til að  klást við fremstu þrjá og endaði keppni í fjórða sæti.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Alexander Albon á Red Bull, Daniel Ricciardo á Renault, Lando Norris og Carlos Sainz á McLaren, Nico Hülkenberg og Daniil Kvyat á Toro Rosso.

Albon lauk sínum sjötta kappakstri í röð meðal sex fyrstu manna í mark.

Lewis Hamilton í Austin í dag.
Lewis Hamilton í Austin í dag. AFP
Lewis Hamilton fagnar sjötta titlinum í Austin.
Lewis Hamilton fagnar sjötta titlinum í Austin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert