Bottas hraðastur í Abu Dhabi

Valtteri Bottas sigri hrósandi í Suzuka í Japan fyrr á …
Valtteri Bottas sigri hrósandi í Suzuka í Japan fyrr á árinu. AFP

Valtteri Bottas, ökumaður Mercedes-liðsins, ók hraðast á æfingu fyrir tímatökuna á morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var næstur í röðinni. 

Ökumenn Ferrari, Charles Leclerc og Sebastian Vettel, voru númer þrjú og fjögur en Max Verstappen varð fimmti.

Kappaksturinn á sunnudag er sá síðasti á keppnistímabilinu í formúlunni.

Hamilton tryggði sér á dögunum sjötta heimsmeistaratitil sinn.  

mbl.is