Formúlan hefst aftur í júlí

Lewis Hamilton er ríkjandi heimsmeistari í Formúlu-1.
Lewis Hamilton er ríkjandi heimsmeistari í Formúlu-1. AFP

Tímabilið í formúlu-1 hefst í byrjun júlí á kappakstri í Austurríki en Alþjóðaakst­ursíþrótta­sam­bandið (FIA) hefur staðfest þetta og fengið samþykki austurrískra yfirvalda.

Keppt verður fyrir luktum dyrum í Spielberg 5. og 12. júlí en tímabilið átti upprunalega að hefjast í Ástralíu í mars en var blás­ið af eft­ir að m.a. einn liðsmaður McLar­en smitaðist af veirunni. Í kjöl­farið var fleiri mót­um frestað. Ef allt gengur að óskum mun þriðja keppnin fara fram í Búdapest í Ungverjalandi 19. júlí.

Þá munu tvær keppnir fara fram á Silverstone-brautinni í Bretlandi í ágúst en endanleg mótaskrá liggur ekki fyrir.

 

mbl.is