Hamilton hvarf

Jafnvel myndavélarnar áttu erfitt með að fanga Lewis Hamilton í …
Jafnvel myndavélarnar áttu erfitt með að fanga Lewis Hamilton í fókus í kappakstrinum í Barcelona í dag. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes er óstöðvandi á kappakstursbrautinni því hann var að vinna Spánarkappaksturinn í Barcelona, sem er fjórði sigur hans í röð - í aðeins sex mótum. Var þetta 88. mótssigur Hamilton og vantar hann því aðeins þrjá mótssigra í viðbók til að jafna met Michaels Schumacher.

Hamilton gerði útaf við keppinautana á nokkrum fyrstu hringjunum og var hann hrfinn sjónum þeirra áður en hálfur aksturinn var að baki. Aldrei varð  nokkuð úr fyrirfram spáðu einvígi McLarenmanna og Max Verstappen á Red Bull. VERstappen varð annar og Valtteri Bottas þriðji.

Meira og minna alla leið  var um sparaksturskeppni því vegna mikils hita í Barcelona var talið að dekkin entust lítt ef bílarnir yrðu hart keyrðir. Meir að segja Verstappen kvartaði undan hægaganginum eftir um þriðjung hringjanna 66.

Það hefur löngum viljað brenna við að kappaksturinn í Barcelona verði tilþrifalítill. Svo varð einnig nú og helsta keppni um sjöunda sæti og þar aftar, þar var talsvert um návígi. Keppnin reyndi ekki á áhorfendur. Mótið var hálfgerð „siesta“.

Í sætum fjögur til tíu urðu þessir ökumenn - í þessari röð - Lance Stroll og Sergio Perez á Racing Point, Carlos Sainz á McLAren, Sebastian Vettel á Ferrari, Alex Albon á Red Bull, Pierre Gasly á Alpha  Tauri og Lando Norris á McLaren.

Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Barcelona.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Barcelona. AFP
Lewis Hamilton (fyrir miðju) fagnar sigrinum í Barcelona. Til vinstri …
Lewis Hamilton (fyrir miðju) fagnar sigrinum í Barcelona. Til vinstri er Max Verstappen og til hægri Valtteri Bottas. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert