Perez til Red Bull

Sergio Perez fagnar sigri í Barein fyrir hálfum mánuði en …
Sergio Perez fagnar sigri í Barein fyrir hálfum mánuði en það var fyrsti mótssigur hans á löngum formúluferli. AFP

Mexíkóski ökumaðurinn Sergio Perez keppir fyrir Red Bull í formúlu-1 á næsta ári.

Perez hefur um árabil ekið fyrir Racing Point en tekur nú við sæti sem Alexander Albon sat í á nýlokinni keppnistíð.

Liðsfélagi Perezar hjá Red Bull 2021 verður Max Verstappen

mbl.is