Yfirgefur Williams liðið eftir tímabilið

Nicholas Latifi.
Nicholas Latifi. AFP/Miguel Medina

Kanadamaðurinn Nicholas Latifi mun ekki aka áfram fyrir Williams liðið á næsta tímabili. 

Hinn 27 ára gamli Latifi hefur ekið annan Williams bílinn síðan 2020 en aldrei náð sér almennilega á strik. Náði hann t.a.m. aldrei að halda í við liðsfélaga sína George Russell og Alex Albon. 

Albon verður áfram ökumaður Williams en nú er óljóst hver mun keyra við hlið hans á næsta tímabili. Williams vonaðist eftir því að semja við Oscar Piastri, ríkjandi meistara Formúlu 2, en hann mun keyra fyrir McLaren við hlið Lando Norris. 

Eins og staðan er núna er talið líklegast að Hollendingurinn Nick De Vries muni leysa Latifi af hólmi en hann náði níunda sæti fyrir Williams á Ítalíu fyrir tveimur vikum þegar hann keyrði í stað Alex Albon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert