Ten Hag: Verstappen er svo mikill sigurvegari

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Lindsey Parnaby

Hollendingurinn Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er mjög hrifinn af landa sínum Max Verstappen, aksturskappa hjá Red Bull í Formúlu 1 kappakstrinum.

Hinn 25 ára gamli Verstappen hefur hrósað sigri í Formúlunni undanfarin tvö tímabil.

„Ég hef engin ráð handa honum því hann hefur sýnt svo magnaðar frammistöður. Hann er svo góður ökumaður en hann býr líka yfir svo góðum persónuleika. Hann er svo mikill sigurvegari.

Hann veit hvernig á að vinna og ég er viss um að hann muni gera það aftur á þessu ári. Hann býr yfir svo miklum stöðugleika. Hann er ungur en býr líka yfir mikilli reynslu.

Við í Hollandi erum mjög stolt af honum, óskum honum góðs gengis fyrir komandi tímabil og vonumst auðvitað eftir því að hann komi með heimsmeistaratitilinn að nýju til Hollands,“ sagði ten Hag í samtali við Sky Sports.

Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað á morgun með kappakstri í Barein.

Max Verstappen.
Max Verstappen. AFP/Andrej Isakovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert