Grétar Rafn skoraði

Grétar Rafn Steinsson skoraði mark AZ Alkmaar sem gerði 1:1 ...
Grétar Rafn Steinsson skoraði mark AZ Alkmaar sem gerði 1:1 jafntefli við Vitesse Arnheim í kvöld. Brynjar Gauti
Grétar Rafn Steinsson skoraði mark AZ Alkmaar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Vitesse Arnheim í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Grétar skoraði markið á 13. mínútu leiksins en það dugði ekki til því gestirnir jöfnuðu áður en fyrri hálfleikur var allur. Grétar og félagar eru í öðru sæti deildarinnar. Liðið hefur 49 stig en PSV, sem sigraði Roda 3:2, í kvöld hefur 54 stig.
mbl.is